Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?

Mjög fræðandi og skemmtilegur
96,1%
Fræðandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiðinlegur
0%
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011
Desember 2019

Finnst þér þú hafa fengið jákvæðara viðmót núna heldur en fyrir 10 árum?

 

Já, ég finn mikinn mun á því hvernið viðmótið hefur breyst á jákvæðan máta.  Ég hef að sjálfsögðu verið sýnilegri í fjölmiðlum og öðru sem hefur sitt að segja en ég vona að annað fólk upplifi þessar breytingar líka.

 

Munurinn sem ég finn liggur t.d. í að afgreiðslufólk talar við mig en ekki þann sem er með mér, glápir minna og kemur fram við mig eins og tvítuga manneskju.

 

Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kunna sig ekki en þeim fækkar sem betur fer.  Sjálf er ég nánast hætt að taka eftir því hvort fólk glápi og læt það ekki koma mér úr jafnvægi þó ég fái kjánalegar athugasemdir.  Við erum á réttri leið en getum auðvitað alltaf gert betur.