Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?

Mjög fræðandi og skemmtilegur
96,1%
Fræðandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiðinlegur
0%
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011
Desember 2019

Hefur þú fengið viðurkenningu?

 

Árið 2004 var ég þess heiður aðnjótandi að fá Kærleikskúluna og stendur þetta á síðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra:

 

Þegar ákveða átti hverjum skyldi færð fyrsta Kærleikskúla ársins 2004 var nafn Freyju Haraldsdóttur nefnt hvað eftir annað vegna þess hvern mann hún hefur að geyma og þess sem hún hefur gefið öðrum. Því hún hefur með viðhorfum sínum til lífsins, viðmóti og persónutöfrum haft mikil áhrif á alla þá sem tækifæri hafa fengið til að kynnast henni. Hún er afrekskona í mörgum skilningi, hún hefur með einstöku hugarfari og hjálp sinnar góðu fjölskyldu tekist á við mikla erfiðleika með sigri andans.

 


 

Árið 2006 var mér einnig veittur Múrbrjótur Landssamtaka Þroskahjálpar fyrir verkefnið Það eru forréttindi að lifa með fötlun.  Þetta stendur á síðu Þroskahjálpar:

 

Sunnudaginn 3 desember, á alþjóðlegum dagi fatlaðra, veitti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra fyrir hönd Landssamtakanna Þroskahjálpar Múrbrjóta samtakanna. Múrbrjótar eru veittir þeim sem hafa að mati samtakanna brotið múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks.Múrbrjótarnir sjálfir eru gripir sem eru hannaðir og smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði í Mosfellsbæ. Múrbrjótar ársins 2006 eru:

Freyja Haraldsdóttir fyrir að stuðla að breyttri ímynd fatlaðs fólks með fyrirlestrum sínum í framhaldskólum, en fyrirlesturinn nefnir Freyja „ það eru forréttindi að vera með fötlun“ Með fyrirlestrum sínum leiðir Freyja áheyrendur inní reynslu manneskju sem býr við mikla skerðingu en ekki síður tekst henni að draga fram að það sé ekki sjálfgefið að þessi skerðing aftri henni frá fullri þátttöku í lífinu og geti ef vel tekst til eflt með henni þroska.

Alþýðusamband Íslands og Hlutverk – samtök um vinnu og verkþjálfun Fyrir samþykkt um gerð kjarasamninga fatlaðra launþega á vernduðum vinnustöðum. Með slíkum samningum öðlast starfsmenn slíkra vinnustaða ótvírætt stöðu launþega, sem verkalýðshreyfingin semur um kaup og kjör fyrir, jafnframt því sem þessum launþegum gefst kostur á því að ganga í verkalýðsfélög með sömu réttindum og aðrir félagar.

 

Eins og gefur að skilja hefur þetta veitt mér mikinn styrk og verið mér ótrúleg hvatning, er ég endalaust þakklát fyrir það.