Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?

Mjög fræðandi og skemmtilegur
96,1%
Fræðandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiðinlegur
0%
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011
Desember 2019

Hvernig tókst þér að ljúka stúdentsprófi?

 

Ég var með stuðningsfulltrúa og liðveitendur sem aðstoðuðu mig við námið, þ.e.a.s. voru mínar hendur og fætur.  Einnig voru kennarar mínir í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ upp til hópa umburðarlyndir, opnir og hvetjandi sem var mér mjög mikill drifkraftur.  Námsráðgjafinn var einnig mikill stuðningur og reyndum við að greiða úr öllum flækjum og tókst það yfirleitt þó það tæki oft langan tíma.

 

Lykillinn að velgengni í námi mínu er að ég og aðstoðarmanneskja náum vel saman og að aðstoðin sé á mínum forsendum.