![]() ![]() ![]()
![]() ![]()
![]() 22. júlí 2009 3. október 2007 16. júlí 2007 11. júlí 2007
![]() |
![]() Hvernig er að vera svona?
Að lifa með fötlun er krefjandi með eindæmum, slítandi, niðurdrepandi... svona má lengi telja. Það að þurfa berjast fyrir grundvallarmannréttindum með kjafti og klóm er ekki mannsæmandi á nokkurn hátt og íslensku samfélagi til háborinnar skammar. Í öllum þessum baráttum verðum við og foreldrar okkar oft svo þreytt að það er eins og að klingi viðvörunarbjalla í höfðinu á okkur RAFHLAÐA NÆSTUM TÓM. Í öllum þessum hamagangi, baráttum og erfiðleikum hef ég þó þroskað með mér viðhorf sem hefur hjálpað mér að takast á við lífið á réttum forsendum. Það rann upp fyrir mér fyrir nokkrum árum að ég ein stjórna því hvernig mér líður, hvað ég hugsa, hvernig ég haga mér. Fljótt áttaði ég mig á að það væru forréttindi að lifa með fötlun. Ég sá að í gegnum erfiðleikana gat ég sótt styrk og lærdóm. Ég sá að í gegnum alla þá aðstoð sem ég þarf kynnist ég yndislega fólki, jafnvel vinum að eilífu. Ég sá að mín reynsla gat gefið öðrum, fötluðum og ófötluðum, mikinn kraft, nýja sín og breytt viðhorf. Ég sá að ég er hluti af því að gera heiminn eins fallegan og hann er, því í fegurð hans í felst mannlega margbreytileikanum. Eftir að ég fór að horfa á lífið á þann hátt hef ég orðið hamingjusamari með hverjum deginum, átt færri erfiða daga, gripið tækifærin og ákveðið að leggja mitt að mörkum við að gera líf fatlaðs fólks eins bærilegt og annarra. Semsagt; að vera svona eru forréttindi. |