Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?

Mjög fræðandi og skemmtilegur
96,1%
Fræðandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiðinlegur
0%
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
567891011
Desember 2019

Ávörp ráðherra

 

Kveðja frá félagsmálaráðherra,

 

Magnús Stefánsson
Freyja Haraldsdóttir er kona með aðdáunarverða hugprýði, frumkvæði og baráttuþrek. Þrátt fyrir mikla líkamlega fötlun er hún óþreytandi við að kynna málefni fatlaðs fólks; heldur fyrirlestra, kemur fram í fjölmiðlum og sýnir og sannar hvers fólk er megnugt þegar jákvæður og staðfastur vilji er fyrir hendi. Þannig er hún öðrum fyrirmynd, hvort sem þeir búa við fötlun eður ei.

 

Félagsmálaráðuneytinu er það mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að leggja Freyju lið í fyrirlestraferð hennar um framhaldsskóla landsins. Þar mun hún fræða jafnt nemendur sem starfsfólk og hvetja þannig til umhugsunar um málefni sem margir þekkja lítt til en varðar svo miklu: Aðstæður fatlaðs fólks.

 

Það er ekki síður Freyja sem leggur ráðuneytinu lið.  Með því að taka aðstæður sínar og málefni fatlaðs fólks í eigin hendur styður hún með öflugum hætti við þá afstöðu ráðuneytisins að kynning á málefnum þeirra sem búa við fötlun sé meginforsenda þess að þeir megni að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi meðal annarra landsmanna. Það er sannfæring mín að það verði ekki gert betur en að fatlað fólk kynni sig sjálft.

Kær kveðja,

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra

 

 


 

 

Kæra Freyja

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Ég óska þér hjartanlega til hamingju með það merka framtak þitt að fara fyrirlestrarferð í framhaldsskólana. Dugnaður þinn og atorka hafa vakið athygli og aðdáun þeirra sem fylgst hafa með þér undanfarin ár. Þú lætur fötlun þína ekki hindra þig í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Þú laukst stúdentsprófi á þremur og hálfu ári frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lést þig ekki muna um að vera dux scholae. Ég er þess fullviss að nemendur og starfsfólk í framhaldsskólum landsins eiga eftir að njóta góðs af að hlusta á frásögn þína af því að lifa með fötlun og vonandi eiga við þig gagnlegar samræður í kjölfarið.

 

Það er menntamálaráðuneytinu mikil ánægja að styrkja þig til þessa verkefnis.

 

Gangi þér vel

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra