Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?

Mjög fræðandi og skemmtilegur
96,1%
Fræðandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiðinlegur
0%
SMÞMFFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
September 2018

Ég sjálf

 

Ég er fædd árið 1986 og hef alist að mestu upp í Garðabæ, með góðri viðkomu á Seltjarnarnesi, í Breiðholti og á Nýja-Sjálandi.  Nokkrum klukkustundum eftir að ég kom í heiminn greindist ég með fötlun mína,  osteogenisis imperfecta.  Hún lýsir sér á þann hátt að beinin eru mjög stökk og brotna auðveldlega.

 

Við fjölskylda mín lærðum að lifa með fötlun minni og höfum haft það að leiðarljósi að láta hana ekki aftra mér frá því sem mig langar til að gera.  Ég lauk grunnskóla árið 2002, fór þá í Fjölbrautaskólann í Garðabæ á félagsfræðibraut og útskrifaðist þaðan í lok árs 2005.  Með skóla og að loknu stúdentsprófi vann ég á leikskóla þar sem ég öðlaðist dýrmæta reynslu af vinnu með börnum og af því að vera úti á vinnumarkaðnum sem ung manneskja með fötlun.