Ég er 21 árs, ung kona með hreyfihömlun sem leitar eftir aðstoðarfólki sem fyrst til að geta notið sjálfstæðs lífs. Ég bý eins og er í foreldrahúsum í Garðabæ.
Ég þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs, m.a. við hreinlæti, klæðnað, keyrslu, tiltekt, vinnu, skóla o.fl. Einnig til að auka og viðhalda lífsgæðum mínum svo ég geti lifað eins og hver önnur ung manneskja í íslensku samfélagi.
Ég sækist eftir því á hverjum degi að láta drauma mína rætast, gera vel úr því sem ég hef í höndunum og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þar getur þú komið sterk til leiks.
Á allan hátt mun fjölbreytni einkenna starfið, engin dagur er eins hjá mér, frekar en hjá þér.
Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 20-30 ára, reyklaus og með bílpróf sem er nauðsin. Jákvæðni, virðing og samvinna er lykill að farsæld í starfi sem þessu því með þér hef ég tækifæri til að lifa með reisn.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband á netfangið: freyja@forrettindi.is eða í síma 6912722. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist einnig á freyja@forrettindi.is. |