Tíminn flýgur áfram og ég búin að vanrækja síðuna þessi ósköp, ég biðst afsökunar á því. Á morgun er komið að því að ljúka fyrirlestraverkefninu í húsi Menntamálaráðuneytis en ég byrja á að halda fyrirlestur og svo verður verkefninu formlega lokað.
Ég ætla ekkert að fara á flug núna og koma með lokaræðuna, held ég spari hana þangað til á morgun. Auðvitað er ég ekkert hætt að fyrirlesast heldur svo að það er algjör óþarfi að ganga of langt í þeim efnum.
Endilega kíkið inn á morgun, ég mun uppfæra ykkur um lokahnykkinn í máli og myndum eins fljótt og hægt er!