Hvernig fannst ţér fyrirlesturinn?

Mjög frćđandi og skemmtilegur
96,1%
Frćđandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiđinlegur
0%
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Janúar 2020
22. febrúar 2007 22:19 (5 lesendur hafa sagt álit sitt.)

Til atlögu gegn fordómum

Sumir dagar eru einfaldlega svo skemmti- og ánćgjulegir ađ ţađ eru víst fá orđ sem lýsa ţeim almennilega.  Ég byrjađi daginn á ađ fara í Mími-símenntun og hitta ţar eldhressar konur á leikskólaliđabrú og vera međ fyrirlestur.  Ég er hćstánćgđ međ ţá heimsókn enda ţarna kjarnorkumanneskjur sem munu án efa riđja braut barna međ sérţarfir í leikskólum.  Viđ vorum komnar í svo mikinn ham ađ viđ vorum á leiđ ađ stofna leikskólann Draumakot.

 

Ég stússađist svo til 17:00 en ţá var komiđ ađ Samfélagsverđlaunum Fréttablađsins sem voru veitt á Hotel Nordica en ég var tilnefnd í flokkinum Til atlögu gegn fordómum.  Ţau verđlaun fá einstaklingur eđa félagasamtök sem hafa unniđ ötullega ađ ţví ađ eyđa fordómum í samfélaginu.  Mér hlotnađist sá heiđur ađ veita ţeirri viđurkenningu viđtökur fyrir verkefniđ mitt Ţađ eru forréttindi ađ lifa međ fötlun.  Međ ţví er ég talin hafa lagt drjúgan skerf af mörkum viđ ađ brjóta niđur fordóma međal framhaldsskólanema.  Verđlaunin veitti Svanfríđur Jónasdóttir, bćjarstjóri á Dalvík.

 

Verđlaun í flokknum Hvunndagshetjan fékk Ćvar Jóhannesson sem hefur bruggađ lúpínuseyđi sem hefur hjálpađ Krabbameinsveiku fólki mikiđ.  Í flokknum Uppfrćđari ársins hlaut viđurkenningu Benedikt Erlingsson leikari fyrir verk sitt Mr. Skallagrímsson.  Sjónarhóll hlaut viđurkenningu í flokki Framlags til ćskulýđsmála sem hefur á ţeim fáu árum sem hún hefur starfađ sannađ gildi sitt í leiđsögn viđ foreldra og ađstandendur barna međ sérţarfir.  Heiđursverđlaun hlaut Ţorgerđur Ingólfsdóttir kórstjóra. Ţorgerđur hefur stjórnađ Hamrahlíđarkórnum og Kór Menntaskólans viđ Hamrahlíđ í tćplega fjörutíu ár, á hverju ári međ meira eđa minna nýjan hóp ungmenna. Framlag hennar til tónlistaruppeldis ţess stóra hóps sem hún hefur starfađ međ er ómetanlegt, auk framlags hennar til tónlistarlífsins í landinu.  Ađ lokum hlaut Ađstandendafélag aldrađra Samfélagsverđlaun.

 

Ţetta framtak Fréttablađsins er til fyrirmyndar ţví ekki einungis er ţetta hvatning fyrir ţá sem eru tilnefndir heldur einnig fyrir samfélagiđ allt.  Ţađ er yfirţyrmandi neikvćđni sem prýđir síđur blađanna á tímum okkar í dag og ţó ţađ sé mikilvćgt ađ svipta hulunni af ţví meini sem samfélagiđ býr viđ er líka nauđsinlegt ađ draga upp ţađ jákvćđa og sýna ţađ sem vel er gert í samfélaginu.  Viđ öll sem vorum tilnefnd stöndum jöfnum fćti hvađ ţetta varđar og vonandi eru allir stoltir af sínu framlagi og ţví hrósi sem fólst í tilnefningum og viđurkenningu ţeirra.

 

Ég er afar ţakklát – ţessi viđurkenning minnir mig á af hverju ég starfa sem fyrirlesari, hjálpar mér ađ haldast á sömu braut og hvetur mig áfram til frekari framlags til íslensks samfélags.

 

Tvö albúm eru komin inn á síđunna, bćđi frá fyrirlestri dagsins og verđlaunaafhendingunni.

 

Takk fyrir hvatningu dagsins!

Freyja Haraldsdóttir


Til bakaÁLIT LESENDA

Til lykke (23. febrúar 2007, kl. 01:35)

Til hamingju međ frábćra viđurkenningu elsku Freyja mín. Ég er svo stolt af ţér stelpa ;) kv. Heiđa

Heiđa Björk

Til hamingju! (23. febrúar 2007, kl. 09:10)

Ţetta eru frábćrar fréttir. Til hamingju međ ţetta Freyja!!! Bestu kveđjur,

Edda

Til hamingju (23. febrúar 2007, kl. 10:13)

til hamingju elsku Freyja, svo sannarlega verđskuldug viđurkenning fyrir ţitt frábćra starf viđ ađ vinna gegn öllum fordómunum. Ţú ert einfaldlega glćsilegur fulltrúi fatlađra og hrífur alla međ ţér.... - áfram Freyja !!!!!

Ásta Ţroskahjálp

Innilega til hamingju ! (23. febrúar 2007, kl. 15:07)

Til hamingju međ viđurkenninguna, er sammála síđasta manni ţetta er vel verđskuldug viđurkenning fyrir gott starf. Gangi ţér sem allra best. Kćr kveđja Alla

Ađalheiđur Ţórisdóttir

Til hamingju (23. febrúar 2007, kl. 17:03)

Ţú ert vel ađ ţessu komin Freyja, enda ertu eldhugi mikill og kjarnorkukona og ekkert stendur í vegi fyrir ţér ţegar ţú ryđur niđur múrunum.

Kristbjörg Ţórisdóttir

 


SKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


Yfirlit frétta