Hvernig fannst ţér fyrirlesturinn?

Mjög frćđandi og skemmtilegur
96,1%
Frćđandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiđinlegur
0%
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Janúar 2020
30. desember 2006 21:26

Litiđ yfir farinn veg

Kćru lesendur

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ síđustu ţrír mánuđir hafi liđiđ hratt en í raun finnst mér alveg eins og verkefniđ Ţađ eru forréttindi ađ lifa međ fötlun hafi hafist í gćr.  Ţetta er búin ađ vera magnađur tími sem hefur skiliđ eftir sig meiri ţekkingu, víđari sýn, fastmótađri skođanir og sterkari von um málaflokk fatlađs fólks.

 

Tćpum 50 fyrirlestrum síđar hef ég heimsótt FG, MK, FSH, VMA, MA, FNV, FB, FSN, Hrađbraut, Iđnskólann í Hafnarfirđi og Borgarholtsskóla.  Ţar fékk ég á öllum stöđum frábćrar viđtökur og einlćga hlustun sem gerđi mér auđveldara fyrir ađ deila minni persónulegu reynslu og viđra skođanir mínar til lífsins.  Einnig fékk ég senda tölvupósta sem hafa orđiđ mér mikil hvatning og handleiđsla í áframhaldandi starfi.  Hér er brot af ţví besta:

 

,,...ţú náđir líka til ţeirra sem nenna aldrei ađ
hlusta á svona fyrirlestra! :)” – Framhaldsskólanemi

 

,,... Ég fylltist stolti sem ég á erfitt međ ađ útskýra, ţar sem ég ţekki [ţig] ekki neitt, en ţetta stolt fer ekkert. Ţađ situr ennţá í mér, klukkutíma eftir ađ ég kem heim, og ég held ađ ţađ eigi ekki eftir ađ fara. Ţetta var fyrirlestur sem ég á eftir ađ muna eftir alla mína ćvi, hann hafđi svo mikil áhrif á manneskjuna sem ég er í dag.” – Framhaldsskólanemi

 

,,Í öllu ţví flóđi fyrirlestra og kynninga sem á okkur hefur duniđ undanfarin misseri er ţessi fyrirlestur sá áhugaverđasti og mikilvćgasti.” – Framhaldsskólakennari

 

,,Ţér tókst á frábćran hátt ađ taka á málefninu međ lettleika, jafnframt fannst mér virđing gangvart öllum ţeim ţáttum sem ţú komst inn á, hvort sem ţađ voru fagađilar, starfsstéttir eđa eitthvađ annađ skína í gegn.” – Starfsmađur í málaflokki fatlađs fólks

 

Einnig hef ég heimsótt hagsmunasamtök og ađrar stofnanir sem flestar starfa ađ málefnum fatlađs og langveiks fólks.  Ég heimsótti Kennaraháskóla Íslands nokkrum sinnum, Hćfingarstöđina viđ skógarlund, Sjónarhól, Styrktarfélag lamađra og fatlađra, FFA – félag fatlađra og ađstandenda, Öryrkjabandalag Íslands, Vatnaskógur og Hjartaheill.  Ţessar heimsóknir hafa ekki veriđ síđur mikilvćgar og skilađ mér mikilli reynslu.  Ţakka ykkur öllum fyrir hvatningu, áhuga, hlýju og virđingu í garđ verkefnisins.

 

Eins og einhverjir kannast kannski viđ fékk verkefniđ Múrbrjót Landssamtakana Ţroskahjálpar 3. desember fyrir ađ stuđla ađ breyttri ímynd fatlađs fólks.  Ég hef sjaldan upplifađ slíkan heiđur og eins og međ góđu viđtökurnar og fallegu tölvupóstana hjálpar Múrbrjóturinn mér ađ halda mér á sömu braut og keyra ekki út af.  Ţakklćtiđ er mikiđ!

 

En eins og gengur og gerist kemst ég ekki hjá ţví ađ hugsa um hvađ hefđi betur mátt fara.  Hópastćrđ í fyrirlestrum hefur stundum veriđ of mikil sem hefur gert nemendum erfiđara fyrir ađ koma međ fyrirspurnir og athugasemdir.  Síđan forrettindi.is hefur veriđ frábćrt opinbert verkfćri og gefiđ mér og öđrum áhugasömum kost á ađ fylgjast vel međ og hafa yfirsýn á unninn verk.  Hún hefur ţó ekki blómstrađ eins vel ég hefđi viljađ og ýmislegt sem á henni er veriđ faliđ í uppsetningunni.  Ég mun reyna eftir fremsta megni ađ gera hana einfaldari og virkari sem upplýsingabanka í málefnum fatlađs fólks.

 

Auđvitađ hafa líka veriđ skemmtilegir skandalar eins og ţegar ég mćtti tveimur vikum of snemma ađ halda fyrirlestra í Vatnaskógi, ţegar ađ viđ villtumst í leit ađ sumarbústađnum góđa á Akureyri í niđamyrkri og upp úr krafsinu kom ađ sá bústađur var örugglega sá mest áberandi á svćđinu, ţegar ég og Heiđa vinkona hrundum á hausinn á bílastćđi í Framhaldsskólanum á Snćfellsnesi vegna hálku og ađ lokum mćtti ég klukkutíma of seint ađ halda fyrirlestur hjá Hjartaheill af eigin fljótfćrni.  Sumum finnst kannski ađ ţessi efnisgrein eigi heima bakviđ tjöldin en mér finnst ţetta alltof skondiđ til ţess ađ deila ţví ekki međ ykkur.

 

Ađ lokum sendi ég öllu samstarfsfólki, framhaldsskólum, styrktarađilum og öđru frábćru fólki mínar innilegustu ţakkir fyrir samstarfiđ á árinu og vona ađ nýja áriđ fćri ţeim gleđi, árangur og gćfu!

 

Ykkar,

Freyja Haraldsdóttir


Til bakaSKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


Yfirlit frétta