Hvernig fannst ţér fyrirlesturinn?

Mjög frćđandi og skemmtilegur
96,1%
Frćđandi en frekar langdreginn
2,3%
Ekkert spes
0,8%
Leiđinlegur
0%
SMŢMFFL
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
2345678
Janúar 2020
23. nóvember 2006 19:36

Stofnfundur og málţing

Ţá er ég komin heim eftir ţennan daginn sem var frábćr í alla stađi.  Ég byrjađi á ađ fara á stofnfund félags um fötlunarrannsóknir ţar sem var frábćr dagskrá.  Ţađ sem stendur hćst ţađan var erindi Tom Shakespeare frćđimanns viđ Háskólann í Newcastle en hann fjallađi um tengsl fötlunarfrćđa og baráttu fatlađs fólks.  Ég ćtla ekkert ađ ţrćđa ţađ neitt sérstaklega enda ekki hćf til ţess en erindiđ var mjög athyglisvert, skemmtilegt og frćđandi.  Ţađ er alveg ótrúlega gaman og gott ađ hlusta á fólk, eins og Tom, sem er ótrúlega kraftmikiđ, hefur sterkar skođanir og segir ţađ á áhugaverđan hátt.  Ég fékk allavega mikinn innblástur og fór ađ hugsa ýmislegt eftir ađ hafa hlustađ.

 

Á miđjum stofnfundi ţurfti ég ađ rjúka og fór ţá á málţingiđ Er heima best? og var ţar međ erindi ásamt ýmsu öđru góđu fólki.  Ţetta var nauđsinleg umrćđa sem ţarna fór fram en eins og nafniđ gefur til kynna var fjallađ um hvernig vćri hćgt ađ haga ţjónustu svo ađ viđ lifum međ fötlun eđa aldrađir geti veriđ á eigin heimili.

 

Annars fer ég aftur í Borgarholtsskóla á morgun og hitti ţar lífsleikninema og hlakka ég mikiđ til.

 

Frekari fréttir af ţví á morgun,

bestu kveđjur,

Freyja Haraldsdóttir


Til bakaSKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


Yfirlit frétta